KVIKMYNDIR Í VETUR 2018
Frumsýnd 12. janúar 2018 Paddington hefur sest að hjá Brown fjölskyldunni og er orðinn visæll meðlimur samfélagsins. Hann fær sér vinnu hér og þar, til að geta keypt hina fullkomnu afmælisgjöf handa Lucy frænku, en hún verður 100 ára gömul. En síðan er gjöfinni stolið!
Frumsýnd 26. desember 2017 Enn og aftur snúa Bellurnar söngelsku til baka. Eftir að þær unnu heimsmeistaramótið sundrast hópurinn og þær komast brátt að því að það er ekki auðvelt að fá vinnu sem tónlistamaður. En Bellurnar fá annað tækifæri til að koma fram sem sönghópur og búa til geggjaða tónlist.
Frumsýnd 12. janúar 2018 Spennutryllir með Liam Neeson í aðalhlutverki. Tryggingasölumaðurinn Michael (Neeson) ferðast daglega með lest til og frá vinnu. Einn venjulegan dag hefur ókunnugur og dularfullur einstaklingur samband við Michael. Stórglæpur er í vændum og Michael verður að komast að því hver þessi einstaklingur er til að bjarga lífi sínu og hinna farþega lestarinnar.
Frumsýnd 19. janúar 2018 12 Strong segir frá fyrstu sérsveitinni sem er send til Afganistan til að berjast við Talíbana eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Byggð á sönnum atburðum.
Frumsýnd 9. febrúar 2018 Þriðja myndin um þau Christian og Önu. Þau eru nú hamingjusamlega gift en draugar fortíðarinnar ásækja þau og hóta að eyðileggja líf þeirra.
Frumsýnd 2. mars 2018
Frumsýnd 9. mars 2018 Death Wish segir frá lækni í Chicago sem tekur lögin í eigin hendur þegar eiginkona hans er myrt og dóttur nauðgað. Endurgerð sígildrar klassíkar.
DVD/BR/VOD JANÚAR 2018
VOD 5. janúar Larkins-fjölskyldan er gott fólk – þangað til þau deyja Larkins-fjölskyldan býr í litlu bæjarfélagi sunnarlega í Bandaríkjunum og hefur þurft að þola mörg áföll, sum alveg skelfileg ... svo skelfileg reyndar að þau eiga eftir að breyta a.m.k. sumum í fjölskyldunni í blóðþyrst lík.
VOD 5. janúar Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss-neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881.
VOD 5. janúar Hvar býr tröllið? Áhugaverð og áhrifarík mynd frá Nýfundnalandi um ungan strák með brotna sjálfsmynd sem telur að tröll eitt sé ábyrgt fyrir óförum sínum.
DVD/VOD 11. janúar Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum.
VOD 12. janúar Francesco er ungur ítalskur leikari sem ákveður að leggja allt sitt undir og fara til Los Angeles að freista gæfunnar. Þegar það gengur ekki upp heldur hann til New York þar sem hann slær í gegn sem þjónn á veitingahúsi!
VOD 12. janúar Beth er ung kona sem þjáist af svokallaðri svefnrofalömun sem lýsir sér í því að þótt hún vakni þá getur hún ekki hreyft sig. Þegar skelfileg vera byrjar að ásækja hana þegar hún er í þessu ástandi getur hún ekki gert sér grein fyrir hvort veran tilheyri draumaveröldinni eða sé raunveruleg.
DVD/VOD 18. janúar Þegar Jimmy Logan er sagt upp vinnunni og fyrrverandi eigin-kona hans ákveður að flytja með dóttur þeirra á fjarlægar slóðir sér Jimmy sæng sína uppreidda og leggur til við bróður sinn Clyde að þeir fremji bíræfið rán á milljónum dollara þrátt fyrir hina svokölluðu Logan-bölvun sem er sögð hvíla á þeim.
VOD 19. janúar Hvað er og hvað er ekki raunverulegt? Nýjasta mynd Marcs Foster sem gerði m.a. myndirnar World War Z, Mon-ster’s Ball, Stranger Than Fiction, The Kite Runner og Quantum of Solace.
VOD 19. janúar Hvað eru dýrin að bralla? Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi.
DVD 25. janúar Oft er sagt að sannleikurinn geti verið ótrúlegri en skáldskap-ur og það sannast í myndinni American Made sem segir kostu-lega sögu flugmannsins, eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem Tom Cruise þykir leika af snilld.
VOD 26. janúar Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannköll-uðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.
VOD 26. janúar Heidi DeMuth hefur alist upp við þær óvenjulegu aðstæður að hún þekkir engan úr fjölskyldu sinni aðra en móður sína sem er heilabiluð og getur ekki upplýst hana um neitt. Um þessi mál hefur hún orðið forvitnari með árunum og að því kemur að hún ákveður að finna svörin upp á eigin spýtur.
TÖLVULEIKIR
Sem fyrr skarar Just Dance-serían fram úr og býður upp á endalaust fjör sem fólk á öllum aldri kann að meta. Glæný uppfærsla kemur út 26. október og inniheldur ekki bara ótrúlegt úrval af skemmtilegum danssmellum heldur ýmsar nýjungar sem bæði eldri og nýir leikmenn eiga eftir að kunna vel að meta. Sláðu upp þínum eigin dansleik og bjóddu öllum sem þú þekkir upp í dans og fjör.
Tíundi leikurinn í Assassin’s Creed-seríunni býður núverandi og nýjum aðdáendum upp á nýja reynslu sem er ólík öllum öðrum ævintýraleikjaupplifunum hingað til. Tvö ár eru liðin síðan síðasti leikur, Syndicate, kom út og hafa hönnuðir seríunnar notað tímann í glæsilegar uppfærslur sem eiga ekki bara eftir að koma á óvart heldur dýpka til muna reynslu leikmanna af ævintýraheimum Assassin’s Creed. Í þetta sinn gerist leikurinn í Egyptalandi hinu forna og á meðal þekktra sö
Framhaldið af hinum þrælskemmtilega The Stick of Truth sem kom út árið 2013 býður upp á nýtt ævintýri og söguþráð sem er engum öðrum líkur og nú breytast krakkarnir í ofurhetjur! Leikurinn gerist sem fyrr í South Park í Colorado og nú bregða krakkarnir sér í hlutverk alls kyns ofurhetja sem skiptast í tólf flokka: Brutalist, Blaster, Speed-ster, Elementalist, Gadgeteer, Mystic, Cyborg, Psychic, Assassin, Commander, Netherborn og Karate Kid. Þessir flokkar bjóða hver fyrir sig upp á sérhæfileik
PS4 14. febrúar For Honor hefur allt; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar, svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er. For Honor er hreint út sagt magnaður leikur!