KVIKMYNDIR FEBRÚAR 2017
Frumsýnd 3. febrúar Þrír vinir uppgötva óvart hryllilegt leyndarmál Bye-Bye mannsins, hulin vera sem er upphaf og endir allra þeirra hræðilegustu hluta sem mannkynið hefur gert.
Frumsýnd 10. febrúar Áframhaldandi ævintýri leigumorðingans fyrrverandi.
Frumsýnd 10. febrúar Christian berst við innri djöfla sína og Anastasía lendir í heift þeirra kvenna sem á undan henni komu.
Frumsýnd 17. febrúar Ólíklegir félagar álpast um frumskóga Indónesíu í leit að gulli.
Frumsýnd 24. febrúar Bandarískur ferðalangur álpast til að vinna með hópi eitulyfjasmyglara sem ökumaður þeirra. Á endanum flýr hann vinnuveitendur sína á Autoban-hraðbrautum Cologne héraðs.
Frumsýnd 24. febrúar Hinn 16 ára Gardner Elliot er fyrsta manneskjan sem til þess að fæðast á Mars og hefur lengi dreymt um að ferðast til Jarðar. Í gegnum internetið hefur hann samskipti við stelpu í Colorado og þróast mikil vinátta út frá því. Þegar loksins kemur að stóra deginum að fá að ferðat til Jarðar komast vísindamenn að því að líffærin hans þola illa andrúmsloftið. Honum tekst að sameinast við vinkonu sína en neyðist til þess að leggjast harðan flótta og um leið leita þeirra
DVD/BR/VOD FEBRÚAR 2017
VOD 3. febrúar Nýir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn í hirð hans.
VOD 3. febrúar Ben Cash hefur ásamt eiginkonu sinni Leslie alið börn sín sex upp í skóglendi upp til alla í norðvesturhluta Bandaríkjunum þar sem þau lifa á því sem náttúran gefur þeim og án mikilla tengsla við umheiminn. Þegar Leslie deyr neyðist Ben til að fara með börnin í sína fyrstu borgarferð. Margir eru á því að Captain Fantastic eigi heima á topp tíu-listanum sem ein af bestu myndum ársins 2016.
VOD 3. febrúar Eftir að öll rafmagnsframleiðsla í heiminum leggst skyndilega af með til- heyrandi öngþveiti þurfa tvær ungar systur að finna leið til að komast af.
DVD/ VOD 9. febrúar Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum.
DVD/VOD 9. febrúar Hermaðurinn Desmond T. Doss er talinn hafa bjargað a.m.k. sjötíu og fimm mannslífum í hinni grimmilegu orrustu við Japani sem kennd er við eyjuna Okinawa. Þetta gerði hann þrátt fyrir að vera vopnlaus og án þess að skjóta einni einustu kúlu.
VOD 10. febrúar Feðgarnir Brayden og Ronnie reka ferðamannaþjónustu í Los Angeles en lenda í innbyrðis samkeppni þegar þeir verða ástfangnir af sömu konunni. Gagnrýnandi breska kvikmyndatímaritsins Empire tilnefndi The Greasy Strangler sem eina af bestu myndum ársins 2016.
VOD 10. febrúar Í ekki svo fjarlægri framtíð hefur sveppasýking valdið því að stærsti hluti manna hefur breyst í blóðþyrsta uppvakninga sem eira engum - nema einni.
DVD/VOD 16. febrúar Hinn ungi Max McGrath verður mest hissa sjálfur þegar hann kemst að því að hann býr yfir dularfullri orku í líkama sínum sem aðrir hafa ekki. Enn meiri verður undrun hans þegar hann hittir fljúgandi vélmennið Steel og áttar sig á að saman geta þeir tveir myndað hinn ósigrandi orkubolta Max Steel.
VOD 17. febrúar Ung kona sem heldur að hún sé eina eftirlifandi manneskjan í heiminum eftir kjarnorkustyrjöld kemst að því að svo er ekki. En er það gott eða slæmt?
VOD 17. febrúar Fimmtán Mexíkanar sem hyggjast ganga yfir landamærin til Bandaríkjanna lenda í stórhættu þegar sjálfskipaður landamæravörður situr fyrir þeim.
VOD 17. febrúar Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið hafa náð miklum vinsældum og eru nú sýndir á um 180 sjónvarpsstöðvum um allan heim.
DVD/VOD 23. febrúar Mary Portman er barnasálfræðingur sem býr afskekkt uppi í sveit í Englandi þar sem hún hugsar um son sinn, en hann er svo gott sem í dauðadái eftir að hafa lent í bílslysi þar sem faðir hans – eiginmaður Mary – lést. Dag einn ákveður Mary að taka inn á heimilið ungan, ráðvilltan dreng og sinna honum þar en það reynist upphafið að ófyrirsjáanlegri atburðarás.
DVD/VOD 23. febrúar Þegar ung, efnileg og upprennandi sextán ára fyrirsæta kemur til Los Angeles í leit að frama lendir hún fljótlega í hringiðu atburða þar sem viðmiðið og verðmætin eru útlitið og allir vilja fá það sem hún hefur, æsku og æskublómann.
VOD 24. febrúar Þættir 41-46 Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma átta teiknimyndir til út á VOD-leigunum.
VOD 24. febrúar Þættir 32-38 Kata er mm ára gömul stelpa sem nýtur lífsins með kanínudúkkunni Mumma, en hann lifnar við og stækkar þegar Kata notar ímyndunaraflið.
VOD 24. febrúar Hljómsveitin The Stooges var stofnuð í Ann Arbor í Michigan-ríki árið 1967 og er í dag ein af hundrað merkustu hljómsveitum sem uppi hafa verið.
TÖLVULEIKIR
PS4 14. febrúar For Honor hefur allt; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar, svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er. For Honor er hreint út sagt magnaður leikur!