Shut In
DVD/VOD
23. febrúar
Mary Portman er barnasálfræðingur sem býr afskekkt uppi í sveit í Englandi þar sem hún hugsar um son sinn, en hann er svo gott sem í dauðadái eftir að hafa lent í bílslysi þar sem faðir hans – eiginmaður Mary – lést. Dag einn ákveður Mary að taka inn á heimilið ungan, ráðvilltan dreng og sinna honum þar en það reynist upphafið að ófyrirsjáanlegri atburðarás.