KVIKMYNDIR APRÍL 2017

DÝRIN Í HÁLSASKÓGI
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI

FRUMSÝND 7. APRÍL Leikverk Thorbjørns Egner (1912-1990) eru sannkallaðar þjóðargersemar norskra bókmennta og hafa verið sett á svið í fleiri skipti og í fleiri löndum en tölu verður á komið. Þessi nýja brúðumyndaútgáfa af Dýrunum í Hálsaskógi hefur af gagnrýnendum verið kölluð meistaraverk en hún sló aðsóknarmet í norskum kvikmyndahúsum

press to zoom
Fast 8
Fast 8

FRUMSÝND 12. APRÍL Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher. Hvað Dominic gengur til með þessu veit enginn og spurningin er hvort hann viti það sjálfur!

press to zoom

DVD/BR/VOD MARS 2017

K3-2
K3-2

DVD/VOD 6. apríl Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum.

press to zoom
SYNGDU
SYNGDU

DVD/BD 6. apríl Kóalabjörninn Buster þarf að finna einhver ráð til að bjarga leikhúsinu sínu frá því að þurfa að loka endanlega og fær þá snilldarhugmynd að efna til söngvakeppni dýranna í bænum.

press to zoom
Carrie Pilby
Carrie Pilby

VOD 7. apríl Hin nítján ára Carrie Pilby er afburðagáfuð stúlka sem hefur lagt alla áherslu á nám og er nýútskrifuð úr Harvard háskóla. En lífið sjálft er allt annar skóli.

press to zoom
Peggy Guggenheim
Peggy Guggenheim

VOD 7. apríl Áhorfendum er hér boðið í einstakt innlit í líf einstakrar konu sem þakka má varðveislu margra bestu og merkustu listaverka tuttugustu aldarinnar.

press to zoom
Stór og smár 6
Stór og smár 6

VOD Þættir 41-48 7. apríl Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum.

press to zoom
Patriots Day
Patriots Day

DVD/VOD 13. apríl Þann 15. apríl 2013 sprungu tvær sprengjur með tólf sekúndna millibili við endalínu maraþonhlaupsins í Boylston-stræti í Boston með þeim afleiðingum að þrír áhorfendur létu lífið og um 264 slösuðust, margir mjög alvarlega. Bíómyndin Patriots Day er um það sem gerðist næst – og næstu daga á eftir.

press to zoom
Skógargengið 6
Skógargengið 6

VOD 14. apríl Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið hafa náð miklum vinsældum og eru nú sýndir á um 180 sjónvarpsstöðvum um allan heim.

press to zoom
The Future
The Future

VOD 14. apríl Þegar sambýlisfólkið Sophie og Jason ákveða að taka að sér slasaðan, heimilislausan kött grunar þau ekki að þar með hefst byrjunin á endinum.

press to zoom
Jackie
Jackie

VOD 14. apríl Föstudaginn 22. nóvember árið 1963 var forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, myrtur þar sem hann ók ásamt eiginkonu sinni Jackie fram hjá Dealey Plaza-torginu í Dallas í Texas. Þessi meistaralega vel gerða og áhrifaríka mynd er um viðbrögð Jackie og eftirmála morðsins frá hennar sjónarhóli.

press to zoom
Barn Greppiklóar
Barn Greppiklóar

14. apríl VOD Þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir Greppiklóar ákveður barnið hennar dag einn að fara aleitt út í skóg því það langar svo að sjá stóru, vondu músina.

press to zoom
Silence
Silence

DVD/VOD 20. apríl Árið er 1639 og tveir portúgalskir prestar ákveða að ferðast alla leið til Japans til að kanna sannleiksgildi þess orðróms að fyrrverandi lærimeistari þeirra, jesúítapresturinn Cristóvão Ferreira, hafi gengið af trúnni og afneitað kristindóminum.

press to zoom
Siggi Sebrahestur 7
Siggi Sebrahestur 7

VOD 21. apríl Þættirnir um Sigga sebrahest og félaga hafa notið mikilla vinsælda yngstu áhorfendanna og hér koma út sex teiknimyndir til á VOD-leigunum.

press to zoom
Graduation
Graduation

VOD 21. apríl Þegar ráðist er á Elizu daginn fyrir mikilvægasta próf hennar neyðist faðir hennar Romeo að grípa til sinna ráða til að bjarga áralöngum undirbúningi.

press to zoom
Ingrid-Bergman: In her own words
Ingrid-Bergman: In her own words

VOD 21. apríl Einstök heimildarmynd sem byggð er á dagbók Ingridar Bergman, bréfum hennar og kvikmyndum sem hún tók sjálf en þetta efni kemur úr einkasafni barna hennar og hefur aldrei verið gert opinbert fyrr en núna.

press to zoom
American Ultra
American Ultra

VOD 21. apríl Mike Howell vinnur sem næturafgreiðslumaður í lítilli verslun og veit ekki að hann er í raun þrautþjálfaður sérsveitarmaður sem hefur verið dáleiddur.

press to zoom
Billi Blikk
Billi Blikk

DVD/VOD 27. apríl Kóalabjarnarstrákurinn Billi Blikk heldur í sannkallaða hættuför inn í auðnir Ástralíu í leit að föður sínum sem hvarf sporlaust í könnunarleiðangri og allir nema Billi telja að sé dáinn.

press to zoom
Nasty Baby
Nasty Baby

VOD 28. apríl Þrír vinir, sambýlismenn og vinkona þeirra sem er að hjálpa þeim að eignast barn, lenda í hrikalegum aðstæðum sem ekkert þeirra hefði getað séð fyrir.

press to zoom
Face of an Angel
Face of an Angel

VOD 28. apríl The Face of an Angel er nýjasta mynd Michaels Winterbottom sem byggir hana að hluta til á hinu fræga morðmáli sem kennt er við Amöndu Fox.

press to zoom

TÖLVULEIKIR 

FOR HONOR
FOR HONOR

PS4 14. febrúar For Honor hefur allt; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar, svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er. For Honor er hreint út sagt magnaður leikur!

press to zoom
WATCH-DOGS-2
WATCH-DOGS-2
press to zoom
TRACKMANIA-TURBO
TRACKMANIA-TURBO
press to zoom
TRIALS-FUSION-AWESOME-MAX-EDITION
TRIALS-FUSION-AWESOME-MAX-EDITION
press to zoom
THE-DIVISION
THE-DIVISION
press to zoom
FARCRY-PRIMAL
FARCRY-PRIMAL
press to zoom
STEEP
STEEP
press to zoom
THE-CREW-WILD-RUN
THE-CREW-WILD-RUN
press to zoom
RAINBOW-SIX-SIEGE
RAINBOW-SIX-SIEGE
press to zoom
ASSASSINS-CREED-SYNDICATE
ASSASSINS-CREED-SYNDICATE
press to zoom
Assassins-Creed-The-Ezio-Collection
Assassins-Creed-The-Ezio-Collection
press to zoom
FARCRY 4
FARCRY 4
press to zoom
ASSASSINS-CREED-UNITY
ASSASSINS-CREED-UNITY
press to zoom

NÝTT

BORÐSPIL

KRAKKA ALIAS
KRAKKA ALIAS
press to zoom
SEGÐU
SEGÐU
press to zoom
FÁNAR VERALDAR
FÁNAR VERALDAR
press to zoom
PARTÝ ALIAS
PARTÝ ALIAS
press to zoom
FJÖLSK. ALIAS
FJÖLSK. ALIAS
press to zoom
TENINGA ALIAS
TENINGA ALIAS
press to zoom
BESTA SVARIÐ
BESTA SVARIÐ
press to zoom
VILTU VEÐJA
VILTU VEÐJA
press to zoom
Latabæjarspilið
Latabæjarspilið
press to zoom