top of page
Celsius-vefbordi2.jpg
Celsius

Celsius orkudrykkur

Það er ekki að ástæðulausu að Celsius sé einn vinsælasti drykkur sinnar tegundar í Bandaríkjunum og á norðurlöndunum. Margt íþróttafólk velur að svala þorstanum með Celsius þar sem drykkurinn inniheldur 114 mg. af koffíni og er algjörlega kolvetnalaus. Celsius er einnig 100% vegan.


Ásamt því að vera góð uppspretta koffíns inniheldur drykkurinn grænt te, króm, kalk, engifer og ýmis vel valin vítamín sem vinna í sameiningu að aukinni brennslu líkamans. Steinefnið króm er þekkt fyrir að slá á sykurþörf og nartþörf sem margir eiga erfitt með að venja sig af. Einnig inniheldur drykkurinn 5 mismunandi B-vítamín en orkuleysi og þreyta er einmitt einn af fylgifiskum B-vítamínsskorts. Celsius er því tilvalinn til að koma sér í gang á morgnanna, fyrir æfingar eða önnur krefjandi verkefni eða hvenær sem þörf er á aukinni orku yfir daginn. Í Celsius eru eingöngu náttúruleg litar og bragðefni.

Celsius er algjörlega sykurlaus, stútfullur af hollustu og inniheldur hver dós aðeins litlar 4 hitaeiningar. Drykkurinn er svalandi, sætur, ferskur og góður á bragðið og er tilvalin í stað sykraða gosdrykkja fyrir þá aðila sem vilja lifa heilsusamlegra líferni.

Celsius hefur undanfarin ár fengið 16 alþjóðleg verðlaun sem snúa að heilsu, bragði og nýsköpun. 

Það verður enginn svikinn af Celsius!

Innihaldsefni: carbonated filtered water, guarana, green tea extract, caffeine, glucuronolactone, ginger extracts, taurine, minerals (calcium carbonate, chromium chloride), vitamins (ascorbic acid, nicotinamide, riboflavin, calcium pantothenate, pyridoxine hydrochloride, biotin, cyanocobalamin), acidity regulator (citric acid), flavoring (lemon, lime), sweetener (sucralose).
 

bottom of page