KVIKMYNDIR MARS 2017
Frumsýnd 24. febrúar Bandarískur ferðalangur álpast til að vinna með hópi eitulyfjasmyglara sem ökumaður þeirra. Á endanum flýr hann vinnuveitendur sína á Autoban-hraðbrautum Cologne héraðs.
Frumsýnd 17. mars
Frumsýnd 24. mars Hópur unglinga fá óvænt ofurnáttúrulega, kosmíska krafta. Þau átta sig á því að sameinuð geta þau bjargað heiminum frá glötun.
DVD/BR/VOD MARS 2017
VOD Frumsýnd 3. mars Spýtukarlinn býr í fjölskyldutrénu ásamt spýtukonunni sinni og spýtubörnum þeirra tveim. Hann heldur í háskalegt ferðalag – kemst hann aftur heim?
VOD Frumsýnd 3. mars Leikin heimildarmynd um þann atburð þegar átta manns fórust við klifur upp á K2-tindinn, en ástæður allra dauðsfallanna hafa aldrei komið í ljós.
VOD Frumsýnd 3. mars Maður og kona sem enda í rúminu eftir nokkurra klukkustunda kynni hittast á hótelherbergjum næstu árin þrátt fyrir að vera í sambandi með öðrum.
VOD Frumsýnd 3. mars Eftir sextán ára aðskilnað ákváðu hinir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar The Stone Roses að halda endurkomutónleika í Manchester þann 23. ágúst 2012. Þetta er mynd um þá endurfundi og aðdraganda þeirra.
DVD/VOD Frumsýnd 9. mars Jack Bronson er bandarískur strákur sem lendir óvænt í því að vernda líf kínverskrar prinsessu fyrir hrottanum Arun sem ætlar að nota hana til að ná yfirráðum í Kína. Til að bjarga prinsessunni þarf Jack að ferðast langt aftur í tímann ásamt kínverjanum Zhoo og takast þar á við óvini af öðrum heimi.
VOD Frumsýnd 10. mars Mæja býfluga er svo forvitin að hún flutti úr býflugnabúinu sínu til að geta skoðað allan heiminn með bestu vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max.
VOD Frumsýnd 10. mars Fljótlega eftir að hjónin Alex og Charlotta Reaves flytja inn í nýja íbúð í húsi sem áður hýsti verksmiðju kemur í ljós að í húsinu búa gamlir draugar.
VOD Frumsýnd 17. mars Þegar Magda greinist með krabbamein breytist sýn hennar á lífið og tilveruna og um leið sambandið við hennar nánustu. Svo gerist nokkuð óvænt!
VOD Frumsýnd 17. mars Þegar tilkynning berst um líkfund eru rannsóknarlögreglumennirnir Ray og Jessica send á staðinn. Í ljós kemur er líkið er af dóttur Jessicu, Carolyn.
VOD Frumsýnd 24. mars Þegar faðir Jacobs Martin deyr þarf Jacob að útvega dánarvottorð móður sinnar til að geta fengið arfinn greiddan. En það er hægara sagt en gert.
VOD Frumsýnd 24. mars Perry Miller er kvæntur, tveggja barna fertugur faðir í New York sem saknar mikið þess tíma er hann gerði garðinn frægan í rokksveitinni The Skunks.
DVD/VOD Frumsýnd 30. mars Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir svissneska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881.
DVD/VOD Frumsýnd 3. mars Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.
VOD Frumsýnd 30. mars Lögfræðingurinn Elizabeth Sloane er einn eftirsóttasti „lobbíistinn“ í Washington en svo nefna Bandaríkjamenn fólk sem tekur að sér að hafa áhrif á löggjafavaldið fyrir fyrirtæki sem vilja sveigja lagasetningar að sínum hagsmunum. Dag einn fær hún nýtt og krefjandi verkefni sem á eftir að breyta öllu.
VOD Frumsýnd 31. mars Eftir að málarinn Jesse Hellman flytur inn í draumahúsið ásamt fjölskyldu sinni kemur í ljós að húsið og nágrenni þess er á valdi Satans og púka hans.
TÖLVULEIKIR
PS4 14. febrúar For Honor hefur allt; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar, svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er. For Honor er hreint út sagt magnaður leikur!