KVIKMYNDIR Í VETUR 2018

Frumsýnd 12. janúar 2018 Paddington hefur sest að hjá Brown fjölskyldunni og er orðinn visæll meðlimur samfélagsins. Hann fær sér vinnu hér og þar, til að geta keypt hina fullkomnu afmælisgjöf handa Lucy frænku, en hún verður 100 ára gömul. En síðan er gjöfinni stolið!

Frumsýnd 26. desember 2017 Enn og aftur snúa Bellurnar söngelsku til baka. Eftir að þær unnu heimsmeistaramótið sundrast hópurinn og þær komast brátt að því að það er ekki auðvelt að fá vinnu sem tónlistamaður. En Bellurnar fá annað tækifæri til að koma fram sem sönghópur og búa til geggjaða tónlist.

Frumsýnd 12. janúar 2018 Spennutryllir með Liam Neeson í aðalhlutverki. Tryggingasölumaðurinn Michael (Neeson) ferðast daglega með lest til og frá vinnu. Einn venjulegan dag hefur ókunnugur og dularfullur einstaklingur samband við Michael. Stórglæpur er í vændum og Michael verður að komast að því hver þessi einstaklingur er til að bjarga lífi sínu og hinna farþega lestarinnar.

Frumsýnd 19. janúar 2018 12 Strong segir frá fyrstu sérsveitinni sem er send til Afganistan til að berjast við Talíbana eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Byggð á sönnum atburðum.

Frumsýnd 9. febrúar 2018 Þriðja myndin um þau Christian og Önu. Þau eru nú hamingjusamlega gift en draugar fortíðarinnar ásækja þau og hóta að eyðileggja líf þeirra.

Frumsýnd 2. mars 2018

Frumsýnd 9. mars 2018 Death Wish segir frá lækni í Chicago sem tekur lögin í eigin hendur þegar eiginkona hans er myrt og dóttur nauðgað. Endurgerð sígildrar klassíkar.
DVD/BR/VOD DESEMBER 2017

1. desember VOD/DVD Glerkastalinn (The Glass Castle) er byggð á æviminningum og samnefndri metsölubók Jeannette Walls sem kom út í Bandaríkjunum árið 2005 og á Íslandi hjá JPV-útgáfunni árið 2008 í alveg sérlega góðri þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur.

1. desember VOD Between Two Worlds Sumt gengur upp, sumt gengur miður Ryan er ungur rithöfundur í ástarsorg sem er auk þess í ströggli við að ljúka við sína aðra bók áður en fresturinn til að skila henni til útgefandans rennur út. Þegar hann hittir hina jarðbundnu Önnu flækjast mál hans enn frekar.

1 desember VOD

7. desember DVD/VOD Nú er þetta persónulegt Eftir að unnusta Mitch Rapp er myrt í hryðjuverkaárás ákveð-ur hann að helga líf sitt baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og gengur til liðs við bandarísku leyniþjónustuna. Þar nýtur hann leiðsagnar Stans Hurley sem er þaulvanur í baráttunni og áður en langt um líður er komið að fyrsta verkefninu: Að stöðva dularfullan hryðjuverkamann sem kallast „Draugur-inn“ og er að reyna að koma þriðju heimsstyrjöldinni í gang.

7. desember VOD Gearheads Láttu drauminn rætast Bobby Dunlap er ungur maður sem syrgir föður sinn, en sá var mikil kapp-aksturshetja. Sjálfan dreymir Bobby um að taka þátt í helsta kappakstrinum í heimabæ sínum en skortir bæði bíl og þjálfun. En þá fær hann óvænta hjálp.

8. desember VOD Sjö nýjar teiknimyndir um Hróa hött og félaga Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn hans.

14. desember DVD/VOD Vandamálin eru til að leysa þau Uppistandarinn Kumail er Bandaríkjamaður af pakistönskum ættum og hefur um langt skeið þurft að hafna aragrúa kvon-fanga sem foreldrar hans hafa fundið handa honum. En um leið og hann vill ráða ástalífi sínu algjörlega sjálfur vill hann hins vegar ekki styggja trúaða foreldrana og frændgarðinn ef þess er nokkur kostur. Þegar hann hittir Emily reynir á þetta.

15. desember VOD Miklu, miklu meira en morð Þegar nokkur hrottaleg morð setja samfélagið í Limehouse-hverfinu í London á annan endann er Scotland Yard-lögreglu-manninum John Kildare falið til að komast að sannleikanum og finna morðingjann. En þetta er engin venjuleg morðgáta.

15. desember VOD Þú þekktir ekki þennan mann Winston Churchill varð forsætisráðherra Breta þann 10. maí árið 1940 og það kom í hans hlut að tala kjarkinn í þjóð sína sem bjó við stöðuga ógn frá loftárásum Þjóðverja og óttaðist að þýski herinn næði að ganga á land.

15. desember VOD Það er kominn tími til að skreppa eitthvað með Mumma Kata er fimm ára gömul stelpa sem nýtur lífsins með kanínudúkkunni Mumma, en hann lifnar við og stækkar þegar Kata notar ímyndunaraflið.

22. desember VOD Áföllin breyta okkur Sönn saga Jeffs Bauman sem missti báða fætur þegar hryðju-verkamenn sprengdu tvær sprengjur við endalínu Boston-maraþonhlaupsins þann 15. apríl 2013 og þurfti í framhald-inu að takast á við gjörbreyttar aðstæður í lífi sínu.

22. desember VOD Í ævintýraheimum getur allt gerst Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.

22.desember VOD Ástin birtist í ýmsum myndum Franny er ung kona sem finnst hún vera algjörlega stopp í lífinu. Hún er í yfirvigt vegna skyndibitafíknar og hefur nánast neyðst til að sjá um ruglaða móður sína og eldri systur sem hefur farið illa á ólifnaði og eiturlyfjaneyslu. Dag einn breytist líf hennar þegar bankaræningi tekur hana í gíslingu.

29. desember VOD Lífið í skugganum Enclave, eða Enklava eins og hún heitir á frummálinu, er margföld verð-launamynd eftir serbneska leikstjórann Goran Radovanovic um ungan Serba sem vingast við nokkra múslima, tíu árum eftir Kósóvó-stríðið.

29. desember VOD Sumir draumar hafa þegar ræst Gabriel Howarth er maður sem upplifir einkennilega hluti þegar óskiljan-lega ofbeldisfullir draumar hans virðast rætast um leið og hann dreymir þá.

29. desember VOD Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum.
TÖLVULEIKIR


Sem fyrr skarar Just Dance-serían fram úr og býður upp á endalaust fjör sem fólk á öllum aldri kann að meta. Glæný uppfærsla kemur út 26. október og inniheldur ekki bara ótrúlegt úrval af skemmtilegum danssmellum heldur ýmsar nýjungar sem bæði eldri og nýir leikmenn eiga eftir að kunna vel að meta. Sláðu upp þínum eigin dansleik og bjóddu öllum sem þú þekkir upp í dans og fjör.

Tíundi leikurinn í Assassin’s Creed-seríunni býður núverandi og nýjum aðdáendum upp á nýja reynslu sem er ólík öllum öðrum ævintýraleikjaupplifunum hingað til. Tvö ár eru liðin síðan síðasti leikur, Syndicate, kom út og hafa hönnuðir seríunnar notað tímann í glæsilegar uppfærslur sem eiga ekki bara eftir að koma á óvart heldur dýpka til muna reynslu leikmanna af ævintýraheimum Assassin’s Creed. Í þetta sinn gerist leikurinn í Egyptalandi hinu forna og á meðal þekktra sö

Framhaldið af hinum þrælskemmtilega The Stick of Truth sem kom út árið 2013 býður upp á nýtt ævintýri og söguþráð sem er engum öðrum líkur og nú breytast krakkarnir í ofurhetjur! Leikurinn gerist sem fyrr í South Park í Colorado og nú bregða krakkarnir sér í hlutverk alls kyns ofurhetja sem skiptast í tólf flokka: Brutalist, Blaster, Speed-ster, Elementalist, Gadgeteer, Mystic, Cyborg, Psychic, Assassin, Commander, Netherborn og Karate Kid. Þessir flokkar bjóða hver fyrir sig upp á sérhæfileik

PS4 14. febrúar For Honor hefur allt; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar, svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er. For Honor er hreint út sagt magnaður leikur!












NÝTT
NÝTT
NÝTT
NÝTT
BORÐSPIL













