BORÐSPIL

3DboxSPIL_ISLSpurnigasp.jpg
3DboxSPIL_KrakkaSEGDU.jpg
aKrakkaParty-Alias_3Dbox_Spil.jpg
Aliaslo.jpg
aOrdheppni_3Dbox_Spil.jpg
Touchelo.jpg
aTeiknifjor_3Dbox_spil.jpg
 

GULLEYJAN:

Skemmtileg Fjársjóðsleit fyrir alla Fjölskylduna.

Fjársjóðsleitin fer fram á smárri eyju í miðju hafinu og gengur út á að fylla fjársjóðskistu af góssi.  Kastið teningum til að mynda samstæður og hljótið gullpening að launum.

Fyrir hversu marga:

2-5 Leikmenn

Hvaða tíma tekur spilið:

30+ mínútur

Aldursbil:

6+

EVRÓPA:

Hvaða staðreyndir um Evrópu ættu allir að þekkja? 

Hvað veistu um evrópska íþróttamenn? Þekkir þú sögu meginlandsins og eyjanna í kring? Ertu vel að þér í evrópskum dægurmálum og tónlist? Hér er á ferðinni yfirgripsmikið spurningaspil í margvíslegum flokkum sem er tilvalið fyrir alla aldurshópa.

Í spilinu eru 800 fjölvalsspurningar í sex flokkum sem fjalla eingöngu um Evrópu og málefni tengd álfunni. Ef þú ert ekki viss hvert svarið sé, getur þú alltaf giskað á A,B,C eða D.

 

Fyrir hversu marga :

2-6 spilarar

Hvaða tíma tekur spilið:

45+ mínútur

Aldursbil:

12+ ára

 

KRAKKAR UM VÍÐA VERÖLD:

Upplifðu Heiminn í skemmtilegu spili!

Við erum öll jöfn en þó oft á tíðum mjög ólík hvert öðru. Í þessu spili gefst börnum kostur á að læra um framandi heimshluta og mismunandi menningu ólíka þjóða. Þetta skemmtilega og fræðandi spil er vel til þess fallið að svala meðfæddri forvitni barnanna.

 

Fyrir hversu marga:

2-6 spilara

Hvaða tíma tekur spilið:

15+ mínútur

Aldursbil:

5-10 ára

 
aKrakkaParty-Alias_3Dbox_Spil.jpg

KRAKKAPARTÝ ALIAS:

Nú er komið að því að útskýra og leika orð!

Þú ferð í gegnum skemmtigarðinn með því að giska á orðin sem mótspilarar þínir leika eða útskýra fyrir þér af litríkum spjöldunum.

Einnig er hægt að finna orðin á leikborðinu.

 

Innihald:

Spilaborð, Parísarhjól (4 hlutar + öxull), 200 spjöld,

6 leikpeð, leikreglur.

 

Börn

6+ ára

3-6 spilarar

30+ mínútur

aOrdheppni_3Dbox_Spil.jpg

ORÐHEPPNI:

Nú þurfið þið að vara snögg

að hugsa því að tíminn er naumur!

Snúið stundaglasinu, komið 9 bókstöfum fyrir á þar til gerðum reitum og verið snögg að koma með orð sem hæfa viðfangsefninu!

Stundaglasinu er snúið eftir sérhvert orð svo það gildir að vera snar í snúningum áður en tíminn rennur út.

Orðheppni er fjörugur leikur sem reynir á hugarflugið og snör viðbrögð spilara.

Eftir Andrew og Jack Lawson.

 

Innihald:

Stigaborð, leikborð, 50 tvíhliða flokkaspjöld,

100 stafaspjöld, stundaglas, 6 leikpeð, leikreglur.

 

Fjölskylda

8+ ára

2-6 spilarar

20+ mínútur

 
 
 

TEIKNIFJÖR:

aTeiknifjor_3Dbox_spil.jpg

Teiknaðu og leystu

leyndardóm myndanna!

Getur þú giskað á hvað er verið að teikna? Stundaglasið eykur á spennuna á meðan spilarar skiptast á um að teikna og giska á hvað myndirnar þýða.

Hvert rétt svar færir þig nær sigri – sá spilari eða það lið sem kemst fyrst á lokareit vinnur leikinn!

 

Innihald:

Leikborð, 300 spjöld, 1 stundaglas, 1 teningur,

6 leikpeð, 1 teikniblokk, 2 blýantar, leikreglur.

 

Fjölskylda

10+ ára

3-6 spilarar

45+ mínútur

ÍSLENSKA

SPURNINGASPILIÐ

Hvað ættu allir að vita um landið sitt? Hvað veistu um íslenska íþróttamenn? Þekkir þú sögu lands og þjóðar? Ert þú vel að þér í dægurmálum og íslenskri tónlist?

Yfirgripsmikið spurningaspil í margvíslegum flokkum með skemmtilegum spurningum sem færa þér og þínum margar gæðastundir í fjörugri keppni.

Í spilinu eru 800 fjölvalsspurningar í sex flokkum sem fjalla eingöngu um Ísland og íslensk málefni. 

Ef þú ert ekki viss getur þú alltaf giskað á A, B, C eða D. 

Nú getur þú att kappi við vini og ættingja og skorið endanlega úr um það hver sé klárastur!

Aldur: 12+. 2-6 spilarar

3DboxSPIL_ISLSpurnigasp.jpg
 
 
3DboxSPIL_KrakkaSEGDU.jpg

KRAKKA SEGÐU

Krakka Segðu er frábær orðaleikur fyrir börn. Sá sem á leik setur spjald í ennisbandið sitt og þarf að giska á hvaða persóna eða hlutur hann sé. Aðrir spilarar vinna saman og reyna að útskýra persónuna eða hlutinn fyrir þeim sem á leik.Þú gætir verið hvað sem er, Hrói höttur, gíraffi eða kennari, svo að gott er að hlusta vel á hina spilarana til að komast að því hver eða hvað þú sért.

Aldur: 5+. 2-4 spilarar

 

MITT FYRSTA ALIAS

Mitt fyrsta Alias býður yngstu spilurunum upp á tækifæri til að tala og skemmta sér konunglega á meðan!

Getur þú útskýrt orð án þess að nota neinn hluta orðsins? Hugsaðu hvar þú hefur séð hlutinn áður, hversu stór hann er eða hvernig hann lítur út. Það er hægt að skemmta sér og auka orðaforðann í bland.

 

Komdu með litríkum persónum í skemmtilegan orðaleik!

uppselt

 
Aliaslo.jpg

ALIAS​

Upprunalega útgáfan af einu vinsælasta spili fyrr og síðar.

Bráðskemmtilegur og spennandi  orðaleikur sem eykur málskilning fólks og gefur leikendum tækifæri til að æfa sig í að skýra út flókin hugtök. 

 
 

Hversu margar knattspyrnuhetjur getur þú nefnt? Hvað þekkir þú margar frægar kvikmyndastjörnur?

Hljómar einfalt en tíminn er naumur...

 

ÉG VEIT! er stútfullt af skemmtilegum og óvæntum efnisatriðum sem reyna á ímyndunaraflið og hraða spilara.

Til að vinna þarf að hitta á orðin sem talin eru upp á spjöldunum og veðja á getu annarra spilara.

ÉG VEIT!​

Frá þeim sömu og færðu okkur Alias og Besta Svarið
kemur spurningaspilið Ég veit!

Touchelo.jpg

TOUCHÉ

 

Klassískt og spennandi fjölskylduspil!

Spilið skynsamlega og verið fyrst til að mynda hin mismunandi mynstur á leikborðinu! Þessi snjalli leikur fléttar saman hefðbundnum spilastokk og borðspili þar sem öll fjölskyldan keppir til sigurs.

uppselt