BORÐSPIL

ÍSLENSKA

SPURNINGASPILIÐ

Hvað ættu allir að vita um landið sitt? Hvað veistu um íslenska íþróttamenn? Þekkir þú sögu lands og þjóðar? Ert þú vel að þér í dægurmálum og íslenskri tónlist?

Yfirgripsmikið spurningaspil í margvíslegum flokkum með skemmtilegum spurningum sem færa þér og þínum margar gæðastundir í fjörugri keppni.

Í spilinu eru 800 fjölvalsspurningar í sex flokkum sem fjalla eingöngu um Ísland og íslensk málefni. 

Ef þú ert ekki viss getur þú alltaf giskað á A, B, C eða D. 

Nú getur þú att kappi við vini og ættingja og skorið endanlega úr um það hver sé klárastur!

Aldur: 12+. 2-6 spilarar

 

MIÐNÆTUR ALIAS

Spilið byggir á almennum orðum í bland við mun djarfari orð. Nú gefst færi á að skjóta mótspilurum ykkar ref fyrir rass þar sem þið fáið einnig

að skrifa niður orð sem útskýrð verða í spilinu. Reynið að ná eins mörgum orðum réttum og þið getið í kapphlaupi við tímann án þess að

nefna hið ónefnanlega, orðið sem þið eruð að skýra út.

 

Spilið er eingöngu ætlað fullorðnum!

Aldur: 18+. 4+ spilarar

KRAKKA SEGÐU

Krakka Segðu er frábær orðaleikur fyrir börn. Sá sem á leik setur spjald í ennisbandið sitt og þarf að giska á hvaða persóna eða hlutur hann sé. Aðrir spilarar vinna saman og reyna að útskýra persónuna eða hlutinn fyrir þeim sem á leik.Þú gætir verið hvað sem er, Hrói höttur, gíraffi eða kennari, svo að gott er að hlusta vel á hina spilarana til að komast að því hver eða hvað þú sért.

Aldur: 5+. 2-4 spilarar

 
 

VILTU VEÐJA 2

Frábært fjölskylduspil með

nýjum þrautum og spurningum.

Ef þú vilt bera sigur úr býtum þarftu að standast ýmsar skemmtilegar áskoranir og veðja á hvernig aðrir spilarar standi sig. 

 

Nú er komið að því að sýna öðrum spilurum hvað í þér býr með því að leysa krefjandi þrautir!

 

Markmið spilsins:

 

Markmiðið er að safna sem flestum spilapeningum með því að veðja á hvort öðrum spilurum takist að leysa þrautirnar eða ekki. Hver spilari fær líka peninga ef honum tekst að leysa þraut.

 

uppselt

 

uppselt

MITT FYRSTA ALIAS

Mitt fyrsta Alias býður yngstu spilurunum upp á tækifæri til að tala og skemmta sér konunglega á meðan!

Getur þú útskýrt orð án þess að nota neinn hluta orðsins? Hugsaðu hvar þú hefur séð hlutinn áður, hversu stór hann er eða hvernig hann lítur út. Það er hægt að skemmta sér og auka orðaforðann í bland.

 

Komdu með litríkum persónum í skemmtilegan orðaleik!

 

ALIAS​

Upprunalega útgáfan af einu vinsælasta spili fyrr og síðar.

Bráðskemmtilegur og spennandi  orðaleikur sem eykur málskilning fólks og gefur leikendum tækifæri til að æfa sig í að skýra út flókin hugtök. 

 

Hversu margar knattspyrnuhetjur getur þú nefnt? Hvað þekkir þú margar frægar kvikmyndastjörnur?

Hljómar einfalt en tíminn er naumur...

 

ÉG VEIT! er stútfullt af skemmtilegum og óvæntum efnisatriðum sem reyna á ímyndunaraflið og hraða spilara.

Til að vinna þarf að hitta á orðin sem talin eru upp á spjöldunum og veðja á getu annarra spilara.

ÉG VEIT!​

Frá þeim sömu og færðu okkur Alias og Besta Svarið
kemur spurningaspilið Ég veit!

 

TOUCHÉ

 

Klassískt og spennandi fjölskylduspil!

Spilið skynsamlega og verið fyrst til að mynda hin mismunandi mynstur á leikborðinu! Þessi snjalli leikur fléttar saman hefðbundnum spilastokk og borðspili þar sem öll fjölskyldan keppir til sigurs.

uppselt

 

LIFE IN THE CORAL REEF

Finnið dýrin sem fela sig í sjónum!

Dýfið ykkur í kóralrifið of finnið öll dýrin sem búa þar. 

Munið bara að sum er erfiðara að finna en önnur! 

 

Ef þið eruð heppin finnið þið kannski falda fjársjóði...

Safnið sem mestu gulli á taktískan hátt af leikborðinu með teningakasti.

Varið ykkur á hauskúpunum því þær gefa mínusstig!

GOLD ARMADA

Komið með í sjóræningjaleik á fjársjóðseyju!